Ferli innan Stafræns Íslands
Yfirlit yfir helstu ferli hjá Stafrænu Íslandi. Hér getur þú fundið yfirlit yfir helstu ferli sem unnið er eftir allt frá verkefnastjórnun til útgáfu og þróunar.
Efnisyfirlit
Verkefni Stafræns Íslands má flokka í þrjá hópa. Innan þessara verkefna eru ólíkar vörður sem leiða verkefnahópinn áfram og stuðla að góðri framþróun, skýru samstarfi og gæðum í gegnum verkefnið. Innleiðingarverkefni og þróunarverkefni með Stafrænu Íslandi hefjast alltaf á umsókn.
Innleiðingarverkefni eru þau verkefni sem krefjast ekki sérstaks þróunarteymis þar sem þær eru staðlaðar í uppsetningu.
Vörðurnar í innleiðingaverkefnum eru:
Samþykkt umsókn
Aðaltengiliður og tímaáætlun
Aðgangur og leiðbeiningar
Rýni og prófanir
Skilgreining á loknu verki (e. definition of done)
Útgáfa
Skilamat
Þróunarverkefni eru þau verkefni sem krefjast aðkomu útboðsteymis undir rammasamningi við þróun á móti stofnun.
Vörðurnar í þróunarverkefnum eru:
Samþykkt umsókn
Hlutverk og forgangsröðun
Samningur við útboðsteymi
Aðgangur og leiðbeiningar
Notendasögur
Prótótýpa
Rýni og prófanir
Skilgreining á loknu verki (e. definition of done)
Útgáfa
Skilamat
Vöruþróunarverkefni eru þau verkefni sem snúa að áframhaldandi þróun á þjónustum Stafræns Íslands. Vörustjórar halda utan um vegvísi á ólíkum þjónustum og safna endurgjöf og forgangsraða.
Vörðurnar í vöruþróunarverkefnum eru:
Hlutverk og forgangsröðun
Samningur við útboðsteymi
Aðgangur og leiðbeiningar
Notendasögur
Prótótýpa
Rýni og prófanir
Skilgreining á loknu verki (e. definition of done)
Útgáfa
Skilamat
Nánari upplýsingar um skilamat má finna hér
Tæknistakkur Stafræns Íslands er hýstur í skýjalausn Amazon Web Services (AWS) og er opinn hugbúnaður (e. open source).
Þróun hjá Stafrænu Íslandi er unnin samkvæmt Agile hugmyndafræði þar sem útgáfu er skipt niður í minni einingar svo hægt sé að fá viðbrögð og endurgjöf notenda sem fyrst.
Allur kóði er rýndur af öðru forritunarteymi (peer review) og prófaður af ólíkum teymum eftir því sem við á. Áhersla er lögð á sjálfvirkar prófanir og minni og örari útgáfur.
Skjölun á lausnum og önnur tæknileg gögn má finna á docs.devland.is og er öllum aðgengilegt.
Gefnar eru út nýjar lausnir allt árið að undanskildu sumarleyfi. Útgáfan er unnin í lotum sem hver um sig skiptist í þrjá tveggja vikna spretti og rýnisviku (refactor week).
Í lok hvers spretts eru sýnd demó þar sem ólík teymi kynna lausnirnar sem eru í útgáfu og fá endurgjöf frá ólíkum teymum.
Útgáfuferlið er vel skilgreint og þurfa öll teymi að skila nýjum kóða með fyrirfram ákveðnum hætti svo hægt sé að rýna, sameina og prófa nýjan kóða áður en hann fer í loftið.
Útgáfuplan Stafræns Íslands er opið öllum teymum og hver útgáfu hefur sitt númer og hægt er að fylgjast með henni á sameiginlegu svæði allra teyma og samstarfsaðila
Innviðir í rekstrarumhverfi Stafræns Íslands eru að mestu leyti reknir í skýjaþjónustum AWS og Azure innan EU svæðisins. Þar er lögð áhersla á öryggi innviða og gagna, speglun innviða, varaafritun gagna ofl.
Reglulega eru framkvæmdar öryggisúttektir á helstu þjónustum Stafræns Íslands, ásamt veikleika- og álagsprófunum.
Stöðugt er fylgst með ástandi rekstrarumhverfisins með margvíslegum vöktunarbúnaði og viðbragði þjónustuaðila.
Upplýsingaöryggisstefnu Stafræns Íslands má nálgast hér
Persónuvernd nær yfir réttindi einstaklinga varðandi meðferð persónuupplýsinga þeirra.
Gögn sem nýtt eru í þjónustum Ísland.is eru almennt geymd hjá stofnunum sjálfum og náð er í þau með leyfi notanda í gegnum auðkennd vefþjónustusamskipti.
Lesa má nánar um persónuverndarstefnu Stafræns Íslands hér
Þróunarverkefni innan Ísland.is eru alltaf samstarfsverkefni. Til að tryggja rétta samsetningu teyma og skýra betur ábyrgð og væntingar eru skilgreind hlutverk í byrjun hvers verkefnis.
Opinberir aðilar
Verkefnastjóri
Notenda sérfræðingur
Tæknilegur sérfræðingur
Persónuverndarfulltrúi
Bakhjarl verkefnisins
Útboðsteymi inniheldur að lágmarki
Skilastjóri
Hönnuður
Forritari