Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Upplýsingaöryggisstefna Stafræns Íslands

Tilgangur

Undirstaða trausts í stafrænum samskiptum byggir á upplýsingaöryggi. Ábyrg og örugg meðferð upplýsinga og gagna er grundvallaratriði í þjónustu Stafræns Ísland sem stuðlar að traustum stafrænum samskiptum almennings og fyrirtækja við hið opinbera. 

Leynd, réttleiki, aðgengi og óhrekjanleiki upplýsinga er leiðarljós í upplýsingaöryggi hjá Stafrænu Íslandi. Notendur þjónustu Stafræns Íslands eiga ávallt að treysta því að þjónustur séu hannaðar, innleiddar og starfræktar með upplýsingaöryggi og vernd persónuupplýsinga að leiðarljósi. 

Upplýsingaöryggisstefna