Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Gæðastefna Stafræns Íslands

Hlutverk

Hlutverk Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks með því að setja notandann í forgang, styðja við stofnanir á stafrænni vegferð og þróa og reka stafræna innviði hins opinbera. Sjá nánar markmið og framtíðarsýn Stafræns Íslands.

Tilgangur

Tilgangur gæðastefnunnar er að allar lausnir Ísland.is standist markmið um gæði og nýtileika þannig að notendur geti treyst á lausnirnar og þær sinni þörfum notenda á notendavænan hátt.

Gæðamarkmið

Ísland.is er sameign okkar allra og við útgáfu á nýjum lausnum og rekstri þarf að huga að:

  • Endurgjöf og stöðugum umbótum til að bæta upplifun notenda

  • Fylgt sé settum stefnum fyrir val, forgangsröðun og mótun verkefna

  • Efnisstefnu og aðgengisstefnu sé fylgt

  • Hönnunarkerfi, þróunarleiðbeiningum og þróunarhandbók sé fylgt

  • Upplýsingaöryggisstefnu og persónuverndarstefnu sé fylgt

  • Hámarka uppitíma og aðgengi lausna Stafræns Íslands og samstarfsaðila

  • Brugðist sé hratt við villum og atvikum

  • Loka eldri þjónustum sem ekki eru ekki í notkun eða ekki haldið við

  • Lausnir séu gefnar út og fari í notkun þegar þær eru tilbúnar

Með því að leggja áherslu á fáar staðlaðar vörur og virka vörustýringu getur Stafrænt Ísland boðið opinberum aðilum upp á vörur sem mæta nútímakröfum um hugbúnað og eru smíðaðar með þarfir ólíkra aðila í huga.

Sniðmát og tékklistar