Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) létu nýverið kanna ánægju og traust meðal notenda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður voru þær að 72,3% einstaklinga bera mikið traust til heilsugæslunnar, 76,5% eru ánægð með þjónustuna og 87,2% svarenda töldu viðmót og framkomu starfsfólks almennt gott. Þessar niðurstöður eru svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun á árinu 2019.