Fara beint í efnið

Ný einkarekin heilsugæslustöð í Reykjanesbæ

29. mars 2023

Sjúkratryggingar hafa gert samning við Heilsugæsluna Höfða um rekstur nýrrar einkarekinnar heilsugæslustöðvar að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Áætlað er að opna stöðina í september 2023.

Bidstofa-1

Einstaklingar geta nú þegar byrjað að skrá sig í biðskráningu á þessa nýju stöð. Skráningin fer fram í Réttindagátt SÍ. Þegar stöðin svo opnar mun einstaklingurinn sjálfkrafa fara af skrá hjá þeirri heilsugæslustöð sem hann tilheyrði áður.

Á nýju heilsugæslustöðinni verður lögð áhersla á þverfaglega samvinnu fagstétta innan heilsugæslu með það að markmiði að efla einstaklingsmiðaða þjónustu. Boðið verður upp á alla grunnþjónustu eins og mæðravernd, ungbarnavernd og hjúkrunarmóttöku. Áætlað er að sex læknar muni starfa við stöðina.