Nýr örorkulífeyrir
Fjárhæðir og frítekjumörk
Upplýsingar um nýjar fjárhæðir örorkulífeyris
Örorkulífeyrir samanstendur af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.
Athugið að allar fjárhæðir eru fyrir skatt.
Réttindi | á mánuði | á ári |
|---|---|---|
Örorkulífeyrir | 416.950 krónur | 5.003.400 krónur |
Heimilisuppbót | 69.126 krónur | 829.512 krónur |
Aldursviðbót | 32.917 krónur | 395.004 krónur |
Ný frítekjumörk
Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi eru 1.262.400 krónur á ári fyrir skatt.
Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á örorkulífeyrisgreiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.
Þau sem eru fá örorkulífeyrisgreiðslur munu hins vegar ekki njóta sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna.
Áhrif tekna til lækkunar er 45% af tekjum yfir frítekjumörkum.
Réttindi | á mánuði | á ári |
|---|---|---|
Almenn frítekjumörk | 105.200 krónur | 1.262.400 krónur |
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun