Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Örorkulífeyrir frá 1. september 2025

Búsetuskilyrði vegna örorkumats

Til að gangast undir örorkumat þarftu að uppfylla ákveðin búsetuskilyrði.

Almennt gildir þriggja ára reglan, hún kveður á um að umsækjandi hafi átt skráð lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár. Hins vegar eru ákveðnar undantekningar á þessari reglu, þær eru:

  • Aldursreglan. Hún á við um einstaklinga yngri en 20 ára. Samkvæmt henni mega einstaklingar sem uppfylla ekki þriggja ára regluna en eru yngri en 20 ára og hafa átt skráð lögheimili á Íslandi við 18 ára aldur fá metna örorku. Í þeim tilvikum þarf örorkumatið að gilda frá 18 ára aldri, sækja þarf því um afturvirkt frá þeim degi sem viðkomandi varð 18 ára.

  • 20 ára reglan. Samkvæmt henni er búsetuskilyrði uppfyllt eftir einungis 12 mánaða samfellda búsetu á Íslandi ef umsækjandi hefur átt skráð lögheimili á Íslandi í að minnsta kosti 20 ár eftir 16 ára aldur.

  • 5+5 reglan. Samkvæmt henni er búsetuskilyrði uppfyllt eftir einungis 12 mánaða samfellda búsetu á Íslandi ef umsækjandi hefur átt skráð lögheimili á Íslandi í að minnsta kosti fimm ár eftir 16 ára aldur og búseta erlendis var ekki lengri en fimm ár.

  • Samlagningarreglan. Heimilt er að leggja saman búsetu á Íslandi og í öðrum EES-löndum, Færeyjum, Grænlandi, Sviss, Bretlandi, Bandaríkjunum eða Kanada til að uppfylla lágmarksbúsetu (gildir aðeins ef umsækjandi er ríkisborgari í þessum löndum, ríkisfangslaus eða flóttamaður).

    • Ef samlagningarreglan er notuð fær umsækjandi ekki fullan framreikning samkvæmt íslenskum lögum, heldur hlutfallslegan útreikning eftir reglum Evrópuréttar eða tvíhliða samninga.

    • Umsækjandi þarf að hafa verið búsettur að lágmarki í eitt ár á Íslandi frá 16 ára aldri til að teljast uppfylla búsetuskilyrði með samlagningarreglunni.

      • Vinnumarkaðsskilyrðið. Til þess að umsækjendur sem hafa verið búsettir á Íslandi skemur en þrjú ár frá 16 ára aldri geti nýtt sér samlagningarreglu EES-réttar þurfa þeir að sýna fram á órofna þátttöku á vinnumarkaði í viðkomandi EES-ríki.
        Í tilviki Bandaríkjanna þarf auk búsetu að uppfylla skilyrði um að hafa starfað í að minnsta kosti eitt ár á Íslandi.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun