Fara beint í efnið

Samfélag og réttindi

Nauðungarvistun

Með nauðungarvistun er átt við það þegar sjálfráða einstaklingur er annaðhvort færður nauðugur á sjúkrahús eða haldið þar nauðugum.

Hver getur farið fram á nauðungarvistun?

Félagsþjónusta sveitarfélaga þar sem einstaklingur býr getur lagt fram beiðni til sýslumanns eða gert kröfu fyrir dómi um að einstaklingur verði nauðungarvistaður á sjúkahúsi. Þetta er oftast gert vegna tilmæla einstaklingsins sjálfs, ættingja hans, læknis eða vina.

Ástæður nauðungarvistunar

Læknir getur ákveðið að sjálfráða einstaklingur skuli vistaður nauðugur á sjúkrahúsi í allt að 72 klukkustundir ef:

  • hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi

  • verulegar líkur eru taldar á því að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi

  • ástandi hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms

  • ef hann á við alvarlegan áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða

Ef læknir metur stöðuna svo að vista þurfi einstakling á sjúkrahúsi lengur en í 72 klukkustundir, þarf samþykki sýslumanns til þess. Nauðungarvistun má þó aldrei vara lengur en yfirlæknir telur hennar þörf og ekki lengur en í 21 sólarhring.

Einstaklingur sem hefur verið vistaður nauðugur á sjúkrahúsi getur borið ákvörðun um nauðungarvistun undir dómstóla.

Framlenging nauðungarvistunar

Heimilt er með úrskurði dómara að framlengja nauðungarvistun einstaklings í eitt skipti í allt að 12 vikur.

Heimilt er að framlengja nauðungarvistun einstaklings ef krafa hefur verið gerð fyrir dómi um að hann verði sviptur sjálfræði.

Sýslumenn

Sýslu­menn