Fara beint í efnið

Nauðungarvistun

Beiðni um nauðungarvistun

Málsmeðferð

Sýslumaður skal taka beiðni til meðferðar um leið og hún berst. Sýslumaður skal afla þeirra gagna sem talið er nauðsynlegt að afla, ef ekki er unnt að afgreiða beiðni á grundvelli erindis og meðfylgjandi læknisvottorðs.

Á vegum sýslumanns skal starfa trúnaðarlæknir sem sýslumaður getur leitað álits hjá ef þörf krefur áður en heimild er veitt til nauðungarvistunar.

Ákvörðun sýslumanns um hvort nauðungarvistun skuli heimiluð eða ekki er skrifleg og rökstudd og er tilkynnt þeim er beiðni bar fram.

Ef beiðni er samþykkt skal ákvörðun jafnframt send yfirlækni á hlutaðeigandi sjúkrahúsi þegar í stað með tryggilegum hætti, ásamt ljósriti af læknisvottorðinu sem fylgdi beiðninni.

Sýslumaður sendir einnig afrit af samþykki sínu til þess sem nauðungarvistaður er þar sem kemur fram að viðkomandi eigi rétt á að njóta ráðgjafar og stuðnings ráðgjafa vegna sjúkrahúsdvalarinnar og meðferðar þar, og enn fremur að honum sé heimilt að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun sýslumanns um vistun.

Nauðungarvistun sem samþykkt hefur verið af sýslumanni má aldrei vara lengur en yfirlæknir telur hennar þörf og ekki lengur en í  21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns.Beiðni um nauðungarvistun