Nauðungarvistun
Ráðgjöf við nauðungarvistaða
Á vegum dómsmálaráðuneytisins starfa ráðgjafar sem fara með þau verkefni að vera nauðungarvistuðum einstaklingi til ráðgjafar og stuðnings vegna sjúkrahúsdvalar og meðferðar þar, sbr. 1. mgr. 27. gr. lögræðislaga og reglna nr. 1240/2022 um störf ráðgjafa nauðungarvistaðra samkvæmt lögræðislögum nr. 71/1997.
Störf ráðgjafa felast almennt í að:
Veita öðrum ráðgjöfum teymisins ráðgjöf varðandi stjórnsýsluleg og lögfræðileg álitaefni.
Veita nauðungarvistuðum einstaklingi upplýsingar um réttindi hans og stöðu.
Veita nauðungarvistuðum einstaklingi persónulega ráðgjöf, stuðning og aðstoð um hvaðeina er nauðungarvistunina varðar allt til loka hennar.
Vera talsmaður hins nauðungarvistaða um hvaðeina er vistunina varðar.
Ráðgjafi skal aðstoða við kröfugerð skv. 3. mgr. 30. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 sé þess óskað og sjá um að dómstóli berist krafan þegar í stað.
Ráðgjafi kemur að máli einstaklings sem hefur verið nauðungarvistaður á sjúkrahúsi skv. III. kafla lögræðislaga.
Ráðgjafar samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið eru eftirtaldir einstaklingar:
Kristín Sigurðardóttir, Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Gísli Örn Reynisson Schramm, Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Jóhann Pétur Herbertsson, Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Kristján Már Magnússon, Háskólasjúkrahúsi Akureyri
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu