Fara beint í efnið

Lögræði; sjálfræði og fjárræði

Lögræði er tvenns konar: sjálfræði og fjárræði.  

  • Sjálfræði felur í sér réttinn til að ráða persónulegum högum sínum, öðrum en fjármálum. 

  • Fjárræði felur í sér réttinn til að ráða fjármálum sínum. 

Einstaklingar verða lögráða við 18 ára aldur, bæði sjálfráða og fjárráða. 

Svipting lögræðis  

Ef nauðsyn krefur, og önnur og vægari úrræði í formi aðstoðar hafa verið fullreynd, er heimilt með úrskurði dómara að svipta einstakling lögræði tímabundið. Ef einstaklingur er sviptur sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja skipar sýslumaður honum lögráðamann.

Ástæður sviptingar geta verið að viðkomandi er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé

  • vegna andlegs eða líkamlegs vanþroska 

  • vegna ellisljóleika eða heilabilunar 

  • vegna geðsjúkdóms 

  • vegna annars konar alvarlegs heilsubrests

  • vegna ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna

Einstaklingur getur óskað sjálfur eftir því að vera sviptur lögræði.

Niðurfelling lögræðissviptingar

Lögræðissvipting getur verið sex mánuðir eða meira. Lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartímanum loknum, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um framlengingu hennar.

Hægt er að bera fram kröfu í héraðsdómi um að fella niður lögræðissviptingu ef ástæður sviptingar eru ekki lengur fyrir hendi.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15