Fara beint í efnið

Beiðni um skipun ráðsmanns

Beiðni um skipun ráðsmanns

Fjárráða einstaklingur sem treystir sér ekki til að sjá um fjármál sín til dæmis vegna veikinda eða fötlunar getur óskað eftir því að sýslumaður skipi ráðsmann yfir ákveðnum eignum hans.

Þegar aðila hefur verið skipaður ráðsmaður yfir eign, missir hann rétt sinn til að ráðstafa eigninni sjálfur.

Hægt er að fela ráðsmanni umsjón eftirtalinna eigna:

  • Fasteigna

  • Loftfara

  • Skipa

  • Ökutækja

  • Viðskiptabréfa

  • Bankareikninga 

  • Inneigna í verðbréfasjóðum 

Ef ráðsmanni er falin umsjón með fasteign, loftfari, skipi eða ökutæki þarf að þinglýsa skipun ráðsmannsins á eignina. 

Hægt er að óska eftir því að tiltekinn einstaklingur verði skipaður ráðsmaður, en annars er hann valinn í samráði við umsækjanda og er þá oft starfandi lögmaður. 

Skilyrði og umsókn

Það er mikilvægt að sá sem óskar eftir skipun ráðsmanns geri sér grein fyrir þýðingu ráðstöfunarinnar. Viðkomandi þarf að fylla út sérstaka beiðni þar sem meðal annars koma fram ástæður þess að óskað er eftir ráðsmanni.

Með beiðninni þarf að fylgja vottorð frá lækni sem á að meta það hvort umsækjandi geri sér grein fyrir þýðingu þess að fá skipaðan ráðsmann.

Hægt er að afturkalla beiðni um ráðsmann með beiðni til sýslumanns hvenær sem er. 

Kostnaður

5.000 krónur.

Ábyrgð og þóknun ráðsmanna

Ef heilsufari skjólstæðings hrakar eða breytist þannig að hann teljist ekki lengur gera sér grein fyrir þýðingu þess að hafa ráðsmann yfir eign sinni eða eignum, er það á ábyrgð ráðsmannsins að vekja athygli sýslumanns á því. 

Ráðsmenn skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. mars ár hvert, þar sem fram koma helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðings sem teknar voru á liðnu ári. 

Skjólstæðingur greiðir þóknun til ráðsmanns, en sýslumaður ákveður upphæð hennar með tilliti til eðlis og umfangs starfsins. 

Beiðni um skipun ráðsmanns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn