Lífeyrisgreiðslur falla niður vegna dvalar á stofnun
Fangelsi
Lífeyrisgreiðslur falla niður:
þegar gæsluvarðhald hefur náð 120 dögum,
fyrsta dag næsta mánaðar eftir að afplánun dóms hefst.
Þú getur sótt um:
Lífeyrisgreiðslur hefjast aftur
Þegar afplánun lýkur fara lífeyrisgreiðslur frá TR aftur í gang frá fyrsta degi útskriftarmánaðar.
Þegar afplánun fer fram á áfangaheimili, til dæmis Vernd eða með rafrænu eftirliti, hefjast lífeyrisgreiðslur að nýju ef réttur til þeirra er enn til staðar.
Þegar afplánun lýkur, hefst á áfangaheimili eða fer fram í rafrænu eftirliti þarf að berast staðfesting frá Fangelsismálastofnun um það til TR áður en greiðslur hefjast á ný.
Meðlag og barnalífeyrir
Ef lífeyrisþegi er meðlagsskyldur og barnalífeyri er ráðstafað upp í meðlag heldur sú ráðstöfun áfram svo lengi sem réttur er til staðar.
Ráðstöfunarfé - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun