Fara beint í efnið

Sækja um leyfi fyrir flugeldasýningu

Skráning flugeldasýningar

Lög, reglugerðir og skilyrði

Skylt er að haga allri háværri starfsemi þannig að valdi sem minnstu ónæði. 724/2008.

Hefja má flugeldasýningu ef veður og aðstæður leyfa þann dag og á þeim tíma sem tiltekinn er í leyfi lögreglustjóra. Sé veðrátta eða vindátt óhagstæð skal fara að tilmælum lögreglu. 414/2017 15. gr. og rgl. nr. 737/2003.

Óheimilt er að skjóta upp flugeldum á eða í nánd við friðlýst svæði og vatnsverndarsvæði nema að fengnu leyfi heilbrigðisnefndar eða Umhverfisstofnunar ef um friðlýst svæði er að ræða. 796/1999, 797/1999 og lög nr. 60/2013.

Ábyrgðarmaður flugeldasýningarinnar ber ábyrgð á því að starfsemin sé í samræmi við gildandi löggjöf og að upplýsingar sem hann veitir um starfsemina séu réttar. Lög nr. 7/1998.

Skoteldasýningar skulu ekki haldnar eftir kl. 23:00 virka daga og ekki eftir kl. 24:00 um helgar. Fara skal eftir reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. 414/2017 15. gr. og 724/2008 um hávaða.

Starfsemin skal lúta ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og laga nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og reglugerð nr. 414/2017 um skotelda, eins og við á.

Vöktun á flugeldasýningu skal vera samfelld. Leyfishafa ber að sjá um hreinsun þess svæðis þar sem flugeldasýning hefur farið fram. Skoteldaúrgangi ber að skila á viðurkennda móttökustöð. 414/2017 15. gr.

Viðhafa skal sérstaka varkárni og nærgætni í nánd við svæði með ríkt fuglalíf og forðast óþarfa truflun skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd og lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Lög nr. 60/2013 og 64/1994.

Skráning flugeldasýningar