Fara beint í efnið

Skráningarskyld starfsemi

Umsókn um skráningarskylda starfsemi

49 tegundir af atvinnustarfsemi eru skráningarskyldar.

Rekstraraðili ber ábyrgð á því að skrá upplýsingar um starfsemina og að upplýsingarnar séu réttar.

Hægt er að hefja skráningarskylda starfsemi þegar:

  • Skráning hefur farið fram.

  • Skráningargjald hefur verið greitt.

  • Rekstraraðili hefur fengið senda staðfestingu á skráningu.

Rekstraraðili fær skráningarskilyrði vegna rekstursins send.

Rekstraraðili fær eftirlit frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti.

Umsóknarferlið

Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram í umsókn um skráningu:

  1. Upplýsingar um umsækjanda.

  2. Tegund af starfsemi sem sótt er um.

  3. Yfirlýsing um að sá sem skráir hafi lesið skráningarskilyrði fyrir sinn flokk.

  4. Upplýsingar um rekstaraðila.

  5. Lýsing á starfsemi og umfangi hennar.

  6. Umfang einstakra rekstrarþátta.

  7. Staðsetning starfseminnar. Til dæmis fastanúmer fasteignar og upplýsingar um eiganda. Við þennan lið þarfa að setja inn fylgiskjöl:

    1. Samþykkta notkun á húsnæði frá byggingarfulltrúa.

    2. Uppdrátt af deiliskipulagi.

  8. Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri. Við þennan lið getur umsækjandi sett inn fylgiskjöl.

Heilbrigðisnefnd á viðkomandi svæði fer yfir umsóknina.

Eftir það mun umsækjandi fá svar um hvort umsókninni hefur verið samþykkt eða henni hafnað.

Að því loknu mun heilbrigðisnefndin innheimta skráningargjald.

Umsókn um skráningarskylda starfsemi

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun