Kvartanir, athugasemdir og almenn erindi vegna heilbrigðisþjónustu
Umboð vegna kvörtunar og athugasemda
Málshefjandi getur veitt aðstandanda eða öðrum aðila skriflegt umboð til að fara með mál sitt. Eyðublöð vegna kvartana.
Forráðamenn hafa heimild til að kvarta fyrir hönd ólögráða barna, en jafnframt er litið svo á að börn og ungmenni eigi sjálfstæðan rétt til kvörtunar.
Ekki er hægt að leggja fram kvörtun eða gera athugasemd vegna heilbrigðisþjónustu fyrir annan einstakling nema með undirrituðu umboði þess aðila sem umkvörtunarefni fjallar um.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis