Kvartanir, athugasemdir og almenn erindi vegna heilbrigðisþjónustu
Fylgigögn vegna kvartana
Fylgigögn/skjöl þurfa að vera frumgögn á PDF formi, ljósrituð eða innskönnun í lit og í hárri upplausn svo þau sýni skýrt allar upplýsingar sem koma fram á frumgagninu. Sjá nánari útlistun á gagnaskilum:
Skönnun/ljósritun þarf að vera hornrétt þar sem ljóslestri er beitt við meðferð gagna hjá embættinu. Jafnframt þarf skönnun/ljósritun að ná yfir allt sjáanlegt efni á síðum, einnig ef eitthvað er skrifað á jaðar síðunnar.
Allar síður þurfa að fylgja hverju skjali, jafnvel þótt aðeins sé vísað/vitnað í hluta þeirra.
Blaðsíður þurfa að vera merktar með raðnúmeri. Ef frumgögn eru ekki með síðunúmerum, þarf að merkja þau með raðnúmeri og sjá til þess að þau séu í réttri röð.
Afrit af sjúkraskrá þurfa að innihalda öll eyðublöð, nótur, rannsóknaniðurstöður og færslur, þar með talið handskrifuð blöð, vottorð, myndir o.s.frv. T.d. þurfa öll sjúkraskrárgögn sem tilheyra legu/meðferð/skurðaðgerð að fylgja, sem tilheyra tilfellinu, þar með talið hjúkrunarskráningar, samþykkiseyðublað, skráning íhluta, skráning „time-out“, atvikaskráning og svo framvegis. Þess skal getið ef einhverju er sleppt og þá hvers vegna.
Ef ekki er hægt að uppfylla ofangreint eða gögnum er sleppt, skal þess getið með skýringum.
Óskýrum/ólæsilegum/ófullkomnum afritum gagna verður hafnað nema sendandi rökstyðji að betri afrit sé ekki hægt að útvega.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis