Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Réttindi sjúklinga

Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita og skal taka mið af ástandi hans, horfum og bestu þekkingu. Óheimilt er að mismuna sjúklingi á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu.

Sjúklingur á rétt á upplýsingum um eigið heilsufar, batahorfur, fyrirhugaða meðferð og önnur úrræði. Sjúklingur á rétt á að ákveða hvort hann þiggur meðferð.

Sjúkraskrá hvers og eins er ýmist varðveitt á heilbrigðisstofnun eða hjá lækni viðkomandi. Ef sjúklingur eða umboðsmaður hans vilja sjá sjúkraskrá eða hluta hennar er heilbrigðisstarfsmanni skylt að sýna hana.

Upplýst samþykki og úrsagnir

Nauðsynlegt er samkvæmt lögum að leita eftir upplýstu samþykki sjúklings, annars vegar fyrir meðferð og hins vegar fyrir beinni þátttöku í vísindarannsóknum.

Sjúklingur getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt fyrir því að lífsýni hans séu geymd og að upplýsingar um hann séu fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Trúnaðar- og þagnarskylda

Allir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar eru bundnir þagnarskyldu gagnvart sjúklingi. Undantekningu má gera ef ljóst þykir að þagnarskylda valdi meiri skaða en að rjúfa hana.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis