Öryggi og réttindi sjúklinga
Túlkaþjónusta
Samkvæmt 5. grein laga um réttindi sjúklinga skal sjúklingi sem ekki talar íslensku eða notar táknmál tryggð túlkun á upplýsingum. Heilbrigðisstarfsmönnum ber að sjá til þess að sjúklingur sem talar ekki íslensku eða notar táknmál, skilji þær upplýsingar sem veittar eru.
Sjúklingur rétt á upplýsingum um:
heilsufar, þar á meðal læknisfræðilegar upplýsingar um ástand og batahorfur
fyrirhugaða meðferð ásamt upplýsingum um framgang hennar, áhættu og gagnsemi
önnur hugsanleg úrræði en fyrirhugaða meðferð og afleiðingar þess ef ekkert verður aðhafst
möguleika á að leita álits annars læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna eftir því sem við á um meðferð, ástand og batahorfur.
Þess skal getið í sjúkraskrá sjúklings að upplýsingar samkvæmt þessari grein hafi verið gefnar. Upplýsingar samkvæmt þessari grein skulu gefnar jafnóðum og tilefni skapast og á þann hátt og við þau skilyrði að sjúklingur geti skilið þær.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis