Fara beint í efnið

Notendur heilbrigðisþjónustu geta sent formlega kvörtun til embættis landlæknis ef þeir telja að vanræksla eða mistök hafi átt sér stað þegar heilbrigðisþjónusta var veitt. Einnig er heimilt að bera fram formlega kvörtun við embætti landlæknis ef notendur telja að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg.

Álit landlæknis er trúnaðarmál og er ekki gert aðgengilegt öðrum en aðilum málsins og umboðsmönnum þeirra.

Kvörtun skal borin fram við embætti landlæknis án ástæðulauss dráttar. Séu meira en tíu ár liðin frá því að þau atvik gerðust sem eru tilefni kvörtunar hefur embættið rétt til að vísa kvörtun frá nema sérstakar ástæður mæli með að kvörtun sé tekin til meðferðar.

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis