Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Notendur heilbrigðisþjónustu geta sent erindi eða kvörtun til embættis landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu. Sérfræðingar á sviði eftirlits og gæða fara yfir innsend erindi eða kvartanir og meta með tilliti til málsmeðferðar. Erindi og kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu eru skilgreind með eftirfarandi hætti, sjá nánar liði A og B.

Athugasemdir vegna þjónustu og/eða framkomu heilbrigðisstarfsfólks á heilbrigðisstofnun skal senda beint til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar eða starfstofu heilbrigðisstarfsmanns, sjá nánar lið C.

Frekari upplýsingar:
Lög um landlækni og lýðheilsu. Fjallað er um erindi og kvartanir til landlæknis í 12. grein.
Lög um réttindi sjúklinga. Fjallað er um athugasemdir og kvartanir vegna meðferðar í 28. grein.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis