Kvartanir, athugasemdir og almenn erindi vegna heilbrigðisþjónustu
Hvernig á að leggja fram kvörtun?
Kvörtun á að vera skrifleg og undirrituð af málshefjanda eða þeim sem fengið hefur skriflegt umboð hans til þess og skal slíkt umboð fylgja kvörtun.
Kvörtunareyðublað er að finna á vef landlæknis. Hægt er að skrifa beint í eyðublaðið og stækka eftir þörf. Embætti ítrekar að mikilvægt er að kvörtun sé fyllt út í tölvu (ekki handskrifuð) til að tryggja skýrleika kvörtunar.
Málavöxtum skal lýst nákvæmlega og kvörtunarefnið skilgreint. Mikilvægt er að upplýsingar um málsatvik og hlutaðeigendur (hvar, hvað, hvenær og hver) komi með skýrum hætti fram í kvörtun þannig að mögulegt sé að taka mál til rannsóknar.
Mikilvægt er að framlögð gögn hafi þýðingu við rannsókn málsins í samræmi við hlutverk landlæknis líkt og því er lýst í lögum um landlækni og lýðheilsu.
Álitsgjöf embættisins er kvartanda að kostnaðarlausu og ekki er nauðsynlegt að leita aðstoðar þriðja aðila, eins og lögfræðings, nema ef kvartandi telur sér ekki fært að annast málið sjálfur eða telur hagsmunum sínum betur borgið með slíkri aðstoð.
Ef kvartandi treystir sér ekki til þess að fylla út kvartanaeyðublað embættisins er hægt að leita upplýsinga og fá aðstoð í síma 510 1900.
Heimilisfang embættis landlæknis er Katrínartún 2, 105 Reykjavík. Netfang er mottaka@landlaeknir.is
Ekki skal senda viðkvæm persónugreinanleg gögn í tölvupósti. Embætti landlæknis notast við Signet transfer, rafræna gátt til að miðla skjölum með öruggum og einföldum hætti.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis