Fara beint í efnið

Sérfræðingar á sviði eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu hjá embætti landlæknis meta öll aðsend erindi. Málum er forgangsraðað eftir alvarleika og tilefni hverju sinni. Tilkynning um í hvaða farveg mál fer er send þegar málsmeðferð hefst. Einhverjar vikur geta liðið þar til erindi er tekið til umfjöllunar.

Yfir 400 kvörtunarmál eru nú til úrvinnslu hjá embætti landlæknis. Umtalsverðar tafir eru á allri málsmeðferð vegna málafjölda og manneklu. Málsmeðferð í kvörtunarmálum getur tekið allt að fjögur ár eins og staðan er í dag, allt eftir umfangi mála. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi staða kann að valda.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis