Fara beint í efnið

Óvænt alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu - tilkynning sjúklings/aðstandanda

Tilkynning sjúklings eða aðstandanda um óvænt alvarlegt atvik

Hafi sjúklingur eða aðstandandi hans athugasemdir við veitta heilbrigðisþjónustu er æskilegt að hafa fyrst samband við viðkomandi heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstarfsmann til frekari upplýsinga og úrlausnar mála.

Ef ekki er hægt að leysa málið á þann hátt kann að eiga við að leggja fram formlega kvörtun eða tilkynna um alvarlegt atvik til embættis landlæknis að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Mikilvægt er að kynna sér eftirfarandi áður en tilkynning um alvarlegt atvik er fyllt út og send.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis