Atvik í heilbrigðisþjónustu
Hvað er óvænt atvik?
Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu er óhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.
Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu eiga að:
Hvað er óvænt alvarlegt atvik?
Óvænt alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu er atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi dauða eða varanlegum örkumlum (skaða).
Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu eiga að tilkynna embætti landlæknis án tafar um alvarleg óvænt atvik.
Sjúklingur eða nánasti aðstandandi getur líka frá 1. september 2024 tilkynnt embætti landlæknis um óvænt alvarlegt atvik.
Viðbrögð við atvikum
Skráning og úrvinnsla atvika er mikilvægur liður í að efla gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að orsakir atvika eru í flestum tilfellum ágallar í skipulagi en ekki sök þeirra sem vinna verkið. Eitt af því sem einkennir góða heilbrigðisþjónustu eru markvissar aðgerðir til að koma í veg fyrir óvænt og alvarleg atvik og draga úr hugsanlegum skaða vegna þeirra.
Embætti landlæknis hefur þýtt og staðfært leiðbeiningar um viðbrögð við atvikum.
Eflum gæði og öryggi í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Leiðbeiningar fagráðs embættis landlæknis um sjúklingaöryggi. 3. útgáfa 2016
Viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Útgefið 2016
Leiðbeiningar
Viðbrögð gagnvart sjúklingi og aðstandendum. Leiðbeiningar I. Útgefið 2016
Viðbrögð gagnvart starfsfólki stofnunar. Leiðbeiningar II. Útgefið 2016
Viðbrögð stofnunar í því skyni að viðhalda og/eða endurheimta trúverðugleika og traust. Leiðbeiningar III. Útgefið 2016
Gátlistar
Viðbrögð gagnvart sjúklingi og aðstandendum. Gátlisti I. Útgefið 2016
Viðbrögð gagnvart starfsfólki stofnunar. Gátlisti II. Útgefið 2016
Viðbrögð stofnunar í því skyni að viðhalda og/eða endurheimta trúverðugleika og traust. Gátlisti III. Útgefið 2016
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis