Fara beint í efnið

Atvik í heilbrigðisþjónustu

Skráning heilbrigðisþjónustu á óvæntum atvikum

  • Heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um öll óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki.

  • Í skráningarskyldunni felst að heilbrigðisstarfsmanni ber að skrá á sérstök atvikaskráningareyðublöð eða í rafrænt atvikaskráningarkerfi í hvert sinn sem sjúklingur verður fyrir óvæntu atviki í heilbrigðisþjónustu.

  • Rafræn atvikaskráning er í Sögu-kerfinu og hefur embætti landlæknis aðgang að þeirri skráningu. Til að auðvelda þeim skráningu sem ekki nota Sögu-kerfið hefur embættið útbúið sérstakt sniðmát fyrir atvikaskráningu á stofnunum/starfsstofum.

Atvikaskráning - sniðmát fyrir þá sem eru ekki með Sögu-kerfið

Sniðmátið er eingöngu til notkunar á heilbrigðisstofnun eða hjá heilbrigðisstarfsmanni. Sendist ekki til embættis landlæknis.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis