Lífsýnasöfn
Stofnun og starfræksla lífsýnasafns er háð leyfi heilbrigðisráðherra samkvæmt lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Áður en slíkt leyfi er veitt þarf að leita umsagnar landlæknis, vísindasiðanefndar og Persónuverndar.
Embætti landlæknis heldur, samkvæmt lögum, skrá yfir þau lífsýnasöfn, sem fengið hafa starfsleyfi heilbrigðisráðherra.
Lífsýnasöfn sem fengið hafa starfsleyfi heilbrigðisráðherra
Lífsýnasafn meinafræðideildar Landspítala
Lífsýnsafn Frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins var sameinað Lífsýnasafni meinafræðideildar Landspítala, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra frá því í desember 2021.
Lífsýnasafn LLR - Lífsýnasafn Landspítala innan rannsóknarsviðs tengt blóðmeinafræði-, erfða- og sameindalæknisfræði-, klínískri lífefnafræði- og ónæmisfræðideild
Lífsýnasafn LLSV - Lífsýnasafn Landspítala á sýkla- og veirufræðideild
Lífsýnasafn Íslenskrar erfðagreiningar
Lífsýnasafn Urðar, Verðandi, Skuldar var sameinað Lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar.
Vakin er athygli á að fólk á rétt á að fara fram á að lífsýni úr því, sem hafa verið tekin vegna þjónusturannsókna, séu ekki nýtt til vísindarannsókna síðar eða varðveitt í lífsýnasafni i því skyni. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Lífsýni
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis