Greiða skuld við Tryggingastofnun
Niðurfelling skuldar
Í sérstökum tilvikum er hægt að óska eftir að skuld sé felld niður að hluta eða öllu leyti.
Skilyrði sem þarf að uppfylla svo fallist verði á niðurfellingu:
fjárhags- og félagslegar aðstæður eru sérstaklega slæmar,
greiðsluþegi var í góðri trú um greiðslurétt sinn.
Með beiðni um niðurfellingu þarf að fylgja rökstuðningur og upplýsingar um mánaðarlega greiðslubyrði.
Nánar um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og vistunarframlags.
Innheimta - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun