Greiða skuld við Tryggingastofnun
Mánaðarlegur frádráttur
Ef þú færð greiðslur frá Tryggingastofun dreifist skuldin sjálfkrafa á 12 mánuði. Þá færðu minna greitt í hverjum mánuði þar til þú hefur borgað alla upphæðina, engir vextir eru lagðir á skuldina.
Hámark er dregið 20% af greiðslunum sem þú færð.
Lágmarks frádráttur á mánuði er 3.000 krónur.
Ef upphæðin er hærri en 20% af greiðslunum þínum, er bæði dregið frá greiðslum þínum frá TR og sendur greiðsluseðill fyrir mismuninum þar til skuldin er greidd.
Innheimta - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun