Félags- og húsnæðismálaráðuneytið stendur fyrir vitundarvakningu um félagslega einangrun undir yfirskriftinni Tölum saman. Með því vill ráðuneytið vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun getur verið og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.