Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. janúar 2026

Sjáðu þínar bólusetningar á Mínum síðum

Nú er auðvelt að nálgast upplýsingar um bólusetningarstöðu á Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu. Þar geta einstaklingar séð stöðu eigin bólusetninga og yfirlit yfir bólusetningarstöðu barna sinna, í gegnum forsjártengsl.

Í yfirlitinu á Mínum síðum, undir hnappnum Heilsa, sérðu hvenær bólusetningar fóru fram, við hvaða sjúkdómum og hvort bólusetningar séu í gildi eða útrunnar.

Þetta eru gagnlegar upplýsingar meðal annars fyrir fólk sem hyggur á ferðalög til framandi staða eða vill fá staðfestingu á þau séu bólusett fyrir ákveðnum sjúkdómum, eins og mislingum sem mikið eru til umræðu þessa dagana.

Unnið er að því að auka heilsutengdar upplýsingar á Mínum síðum Ísland.is.
Þar er nú hægt að nálgast:

  • upplýsingar um þína skráningu á heilsugæslustöð, heimilislækni og tannlækni

  • greiðslustöðu vegna þjónustu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa

  • upplýsingar um blóðflokk

  • afstöðu til líffæragjafar

  • staðfestingu á sjúkratryggingu hér á landi og gildistíma evrópska sjúkratryggingakortsins

  • stöðu lyfjakostnaðar og lyfjareiknivél til að áætla frekari kostnað

  • upplýsingar um sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun, hjálpartæki og næringu sem Sjúkratryggingar hafa milligöngu um.

Þessi misserin er unnið að því að birta upplýsingar um stöðu fólks á biðlistum og yfirlit yfir tilvísanir einstaklinga innan heilbrigðiskerfisins á Mínum síðum Ísland.is.

Markmiðið er að allar heilsutengdar upplýsingar verði aðgengilegar á Ísland.is.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.