Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. nóvember 2025

Taktu þátt í mótun opinberrar þjónustu

Valkostir og stöðumat fyrir stefnu um opinbera þjónustu eru nú til kynningar og samráðs í samráðsgátt stjórnvalda.

Stafrænt Ísland hefur unnið að bættri þjónustu við almenning með þróun stafrænna lausna undanfarin ár og komið að ótal umbótaverkefnum í opinberri þjónustu með einum eða öðrum hætti. Skýr áhersla hefur verið á að stafræn þjónusta sé meginleið samskipta á milli hins opinbera, almennings og fyrirtækja og þeim fer sífellt fjölgandi sem kjósa að leysa sjálf úr sínum málum með hjálp stafrænna lausna.

Með stöðumati og valkostagreiningu nýrrar stefnu sem nú er í vinnslu er markmiðið að tryggja hagkvæma, skilvirka og notendamiðaða opinbera þjónustu sem er öllum aðgengileg. Þar er fjallað um þróun útgjalda, gæði þjónustu, áskoranir og tækifæri og sett fram drög að framtíðarsýn og valkostir kynntir. Stöðumatið byggir meðal annars á samráði við almenning fyrr á árinu undir yfirskriftinni „Verum hagsýn í rekstri ríkisins“.

Samráðið stendur í tvær vikur og er öllum velkomið að senda inn ábendingar sínar og sjónarmið. Niðurstöður verða nýttar við mótun endanlegrar stefnu um opinbera þjónustu og áætlunar um hvernig henni verður hrint í framkvæmd, sem meðal annars mun leysa af hólmi Stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera frá júlí 2021.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.