Stafræn stefna
Stefna um stafræna þjónustu hins opinbera var gefin út í júlí 2021.
Sýn
Ísland er meðal allra fremstu þjóða heims á sviði stafrænnar þjónustu. Stafræn þjónusta er notuð til þess að skapa öflugt samfélag með aukinni samkeppnishæfni sem leiðir til verðmætasköpunar og myndar grundvöll hagsældar. Stafræn þjónusta er skýr, örugg, einföld og hraðvirk. Upplifun notenda af þjónustunni stenst samanburð við þjónustu eins og hún gerist best. Almenningur og fyrirtæki í landinu komast beint að efninu, hvar og hvenær sem er, sem sparar dýrmætan tíma fólks. Jafnframt minnka áhrif þjónustunnar á náttúruauðlindir.
Markmið og áherslur stefnunnar
Almenningur og fyrirtæki geti nýtt möguleika stafrænnar þjónustu og innviði hins opinbera til aukinnar nýsköpunar, verðmætasköpunar og lýðræðislegrar þátttöku.
Áherslur:
Almenningur og fyrirtæki hafa greiðan aðgang að upplýsingum sem opinberir aðilar búa yfir og varða viðkomandi.
Samfélagið hefur þekkingu og kunnáttu á möguleikum tækninnar, svo sem stafrænna þjónustuleiða og gervigreindar.
Möguleikar stafrænna innviða eru nýttir til að auka lýðræðislega þátttöku með
gagnvirkni og samráði við almenning.Gögn hins opinbera eru aðgengileg og hagnýtt að teknu tilliti til
persónuverndarsjónarmiða og samþykkis einstaklinga.Stafræn þjónusta og nýjar lausnir eru þróaðar í samvinnu við fjölbreyttan hóp fyrirtækja og sérfræðinga, meðal annars með hagnýtingu opins hugbúnaðar.
Löggjöf gerir ráð fyrir stafrænni þjónustu og samskiptum.
Opinn hugbúnaður og vefþjónustur á borð við rafrænar þinglýsingar skapa grundvöll að auknu gegnsæi, ýta undir nýsköpun og brúa bil milli stjórnsýslu og einkageira.
Almenningur og fyrirtæki hafi jafnt aðgengi að framúrskarandi opinberri þjónustu sem er veitt út frá þörfum notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Áherslur:
Stafræn þjónusta er aðgengileg samfélaginu öllu og löguð að þörfum mismunandi hópa.
Stafræn samskipti, í gegnum Ísland.is, eru megin samskiptaleið hins opinbera við almenning og fyrirtæki.
Meginreglan er að einungis þurfi að skrá gögn einu sinni í samskiptum við hið opinbera og að gögn ferðist á milli stofnana í stað fólks.
Rekstur vefkerfa og stafrænnar þjónustu er hagkvæmur og uppfyllir hæstu
mögulegu öryggisskilyrði.Vefþjónustur og gagnaflutningslag hins opinbera er samræmt út frá tæknistefnu Ísland.is
Samhæfing og hagkvæmni hugbúnaðarlausna er tryggð.
Stafræn umsókn um fæðingarorlof, ökuskírteini og ýmsar sjálfsafgreiðslulausnir tryggja hraðari og betri opinbera þjónustu.
Upplýsingatækni verði hagað á öruggan, skilvirkan og hagkvæman hátt í gegnum trausta innviði sem mæta bæði kröfum almennings til grunnþjónustu stofnana og stuðla að auknum sveigjanleika opinberrar þjónustu.
Áherslur:
Vinnubrögð í rekstri upplýsingatæknikerfa eru öguð og byggja á alþjóðlegum stöðlum.
Öflugir innviðir á sviði tækni styðja við markmið um öryggi, skilvirkni og
nýsköpun.Öruggasta tækni í gagnaflutningi og aðgangsstýringu að upplýsingum er hagnýtt.
Upplýsingar hins opinbera eru ávallt meðhöndlaðar út frá viðkvæmni- og öryggisstigi þeirra.
Grunnkerfi hins opinbera byggja á stöðluðum lausnum, sem víðtæk þekking og reynsla er af.
Flytjum gögn en ekki fólk
Tenging stofnana við Strauminn (X-road) tryggir öruggan og rekjanlegan flutning gagna.
Opinberar stofnanir búi yfir nýjustu tæknilausnum og nútímalegu starfsumhverfi sem hvetur til framþróunar og sveigjanleika og er grundvöllur betra og skilvirkara vinnuskipulags. Jákvætt hugarfar ríkir gagnvart tækifærum nútímalegra starfshátta.
Áherslur:
Opinberir starfsmenn hafa haldbæra þekkingu, hæfni og færni til að vinna í stafrænu starfsumhverfi og vinna að stöðugum umbótum og nýsköpun í starfi.
Opinberir vinnustaðir vinna í samræmdum skrifstofuhugbúnaði.
Starfsmenn vinna í verkefnamiðuðu starfsumhverfi.
Möguleikar nýjustu tækni, svo sem sjálfvirknivæðingar, eru að fullu nýttir með ábyrgum hætti.
Hið opinbera nýti lausnir á borð við rafrænar undirritanir, fjarfundatækni og aðrar framleiðniaukandi lausnir til að bæta vinnumhverfi og veita betri þjónustu.
Á sama tíma og væntingar fólks til þjónustu hafa aukist skapast stór tækifæri til að bæta þjónustuupplifun notenda með aukinni stafrænni þjónustu. Síðustu misseri hefur stafræn
þjónusta þróast hratt á Íslandi á grunni stefnu stjórnvalda og þeirra sterku innviða sem byggðir hafa verið upp. Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda og mun stefnan leggja grunn að því að Ísland verði á meðal fremstu þjóða heims þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu.
Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsmálum stjórnvalda
Stefna um stafræna þjónustu er umgjörð um sýn og áherslur hins opinbera um hagnýtingu
upplýsingatækni og stafrænnar þjónustu til að veita framúrskarandi þjónustu með öruggum hætti. Stafræn þjónusta á að ná til alls samfélagsins sem og bæta þjónustu við íbúa utan þéttbýlis og styðja við alla þá sem eiga erfitt með að nálgast þjónustu. Með því að hafa helstu þjónustu hins opinbera aðgengilega á Ísland.is er verið að koma almenningi og fyrirtækjum beint í þá þjónustu sem leitað er að. Markmiðið er að einstaklingar og fyrirtæki geti leyst úr sínum málum með sjálfsafgreiðslu, að stafræn ferli spari ferðalög fólks milli staða og tryggi öruggan flutning gagna milli stofnana. Slíkt kemur þó ekki í veg fyrir að þjónustan sé veitt með öðrum hætti samhliða og þannig komið til móts við þarfir mismunandi hópa samfélagsins.
Stafræn samskipti verði megin samskiptaleið hins opinbera við almenning
Stafræn þjónusta auðveldar opinberum aðilum að veita nútímalega og skilvirka opinbera þjónustu. Með því að sameina þjónustu opinberra aðila á Ísland.is geta opinberir aðilar nýtt sér lausnir sem eru hannaðar með þarfir þeirra að leiðarljósi sem flýtir fyrir innleiðingu stafrænna lausna og kemur í veg fyrir tvíverknað. Stafrænar lausnir auka skilvirkni vinnustaða og gera það að verkum að hægt er að sinna verðmætari verkefnum í meira mæli og bæta þannig þjónustuna eða auka hagkvæmni hennar.
Stefnunni er jafnframt ætlað að miða að styrkri samkeppnisstöðu Íslands, fjölga störfum í
þekkingariðnaði, bæta stafræna hæfni almennings og auka hagsæld með nýsköpun og skilvirkara samfélagi. Þá mun efling stafrænnar þjónustu skila hagræðingu í ríkisfjármálum og minnka áhrif opinberrar starfsemi á umhverfið.
Leiðandi stefna í öflugu erlendu samstarfi
Stefnan er leiðandi fyrir aðrar opinberar stefnur sem og stefnumarkandi ákvarðanir á þessu sviði. Hún var unnin í samráði við helstu hagsmunaaðila ásamt því að drög að stefnunni voru birt í samráðsgátt stjórnvalda. Lögð verður sérstök áhersla á ríkt samtal við hagsmunaaðila í aðgerðum stefnunnar. Viðfangsefnið er í örri þróun og því verður stefnan í stöðugri endurskoðun. Samhliða stefnunni birtist yfirlit yfir aðgerðir ásamt árangursmælikvörðum. Hún byggir á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um eflingu stafrænnar þjónustu, sem samþykkt var í maí 2019, og yfirlýstum markmiðum um að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið hins opinbera við almenning. Þá hefur Ísland gengist undir sameiginlega yfirlýsingu Norðurlandanna (e. Digital North) og vinnur í nánu samstarfi við hin
Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin að markmiðum um vistvæna og sjálfbæra þróun auk hagnýtingar á gögnum og gervigreind. Stefnan byggir jafnframt á könnun sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lét gera um stöðu stafrænnar umbreytingar (e. Digital Transformation) hjá stofnunum ríkisins.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á stefnunni og heyrir hún undir málaflokk 5.3 og 6.11 fjármálaáætlun. Framkvæmd stefnunnar og aðgerða er hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu ásamt verkefnastofu um Stafrænt Ísland í náinni samvinnu við stofnanir ríkisins, önnur ráðuneyti, sveitarfélög, almenning, félagasamtök og fyrirtæki. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gerst aðili að stefnunni fyrir hönd sveitarfélaga og vinnur að framgangi hennar meðal sveitarfélaga landsins.
Aðgerðir og mælikvarðar 2022
Almenningur og fyrirtæki geti nýtt möguleika stafrænnar þjónustu og innviði hins opinbera til aukinnar nýsköpunar, verðmætasköpunar og lýðræðislegrar þátttöku.
Samvinna um stafræna þjónustu þvert á landamæri, t.a.m. tilraunaverkefni um virkjun rafrænna skilríkja milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Vinna hafin.
Stefnumótun um gögn sett af stað með áherslu á samræmda úrvinnslu, geymslu og framsetningu opinberra gagna ásamt því að stuðla að greiðara aðgengi almennings að gögnum.
Vinna ekki hafin.
Rafrænir innviðir opinberrar skjalavörslu endurnýjaðir til að mæta auknum kröfum um stafræn skil.
Vinna hafin.
Samvinnu við fjölbreytt fyrirtæki í gegnum opinn hugbúnað haldið áfram á vegum Ísland.is.
Vinna hafin.
Unnið markvisst að því að auka traust almennings á upplýsingatækni með áherslu á netöryggi og upplýsingaöryggi á sama tíma og áhersla verður lögð á stafræna færni samfélagsins.
Almenningur og fyrirtæki hafi jafnt aðgengi að framúrskarandi opinberri þjónustu sem er veitt út frá þörfum notenda á skilvirkan og hagkvæman hátt.
Helstu lífsviðburðir aðgengilegir stafrænt í gegnum Ísland.is.
Fjöldi lífsviðburða er þegar að finna á Ísland.is í formi upplýsinga sem og umsókna. Má þar nefna stafræna umsókn um fæðingarorlof. Unnið er að greiningu á helstu lífsviðburðum, hversu marga þeir snerta og hverjir þjónusta.
Ísland.is app gefið út fyrir snjallsíma til að auka aðgengi að stafrænni þjónustu.
Vinnu lokið.
Endurbætt umboðskerfi og umboðsmannagrunnur gefinn út.
Vinnu lokið.
Samræmdir vefir ýmissa stofnana gerðir aðgengilegir á Ísland.is.
Sex stofnanir fluttu vef sinn á Ísland.is á árinu. Sýslumenn, Sjúkratryggingar, Útlendingastofnun, Fiskistofa, Landskjörstjórn og ríkislögmaður.
Stutt verði áfram við þjónustustofnanir ríkisins um að öll helstu umsóknar- og leyfisveitingaferli þeirra verði aðgengileg í sjálfsafgreiðslu.
Rúmlega þúsund umsóknar- og leyfisveitingaferli var að finna á Ísland.is í árslok. Vinna heldur áfram við að bæta við og sjálfvirknivæða ferli.
Upplýsingatækni verði hagað á öruggan, skilvirkan og hagkvæman hátt í gegnum trausta innviði sem mæta bæði kröfum almennings til grunnþjónustu stofnana og stuðla að auknum sveigjanleika opinberrar þjónustu.
Áframhaldandi vinna við tengingar stofnana við öruggt gagnaflutningslag Straumsins (X-Road).
Í innleiðingu. 35 stofnanir þegar tengdar og 63 vefþjónustur.
Öryggisflokkun gagna ríkisins gefin út.
Lokið.
Lesa nánar um öryggisflokkun gagna.
Skýjastefna gefin út.
Lokið.
Lesa stefnu um notkun skýjalausna.
Samræmd högun upplýsingatækni þvert á ríkið aukin í náinni samvinnu við ráðuneyti og stofnanir.
Í vinnslu.
Opinberar stofnanir búi yfir nýjustu tæknilausnum og nútímalegu starfsumhverfi sem hvetur til framþróunar og sveigjanleika og er grundvöllur betra og skilvirkara vinnuskipulags. Jákvætt hugarfar ríkir gagnvart tækifærum nútímalegra starfshátta
Innleiðing á verkefnamiðuðu starfsumhverfi.
Hafið.Innleiðing og námskeið í Microsoft Office 365 fyrir ríkisstarfsmenn.
Hafið.Könnun á stafrænni hæfni framkvæmd.
Hafið.
Sjá frekari upplýsingar á bak við mælikvarðana:
https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/isoc_sk_dskl_i21/default/table?lang=en
https://publicadministration.un.org/egovkb/en-us/About/Overview/-E-Government-Development-Index
-
https://data.europa.eu/en/publications/open-data-maturity/2022
https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/
https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/konnun-a-thjonustu-rikisstofnana/
https://digital-strategy.ec.europa.eu/en/library/egovernment-benchmark-2022
https://island.is/s/stafraent-island/thjonustur/stafraent-postholf
https://island.is/s/stafraent-island/thjonustur/vefir-stofnana
https://island.is/s/stafraent-island/stefna-um-notkun-skyjalausna
-
-