Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. desember 2025

Endurnýjun rammasamnings við sjálfstæða ráðgjafa

Rammasamningur Stafræns Íslands við sjálfstæða ráðgjafa hefur verið endurnýjaður.

Í desember 2024 samdi Stafrænt Ísland við 26 ráðgjafa um sérhæfða ráðgjöf og verkefnastýringu, annars vegar á á sviði upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar og hins vegar á sviði tæknilegrar uppbyggingar, öryggismála, gagnauppbyggingar og tæknireksturs.

Rammasamningurinn hefur reynst vel en umfang hans var minna en áætlað var í upphafi. Meðal verkefna sem unnin voru innan samningsins eru:

  • Greiningarvinna vegna lífsviðburða tengda atvinnu á Ísland.is.

  • Útboð vegna vefumsjónakerfis.

  • Greiningarvinna fyrir Innskráningarþjónustu Ísland.is.

  • Ráðgjöf vegna Straumsins.

  • Vöxtur Umboðskerfis Ísland.is.

  • Vefgreiningarlausnir

  • Innleiðing á Þjónustukerfi Ísland.is

  • Mat á áhrifum á persónuvernd

Ákveðið hefur verið að framlengja samninginn um eitt ár eða fram í desember 2026.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.