Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Stafrænt Ísland semur við 26 ráðgjafa

27. desember 2024

Stafrænt Ísland stóð að ráðgjafaútboði sem skilaði sér í samningi við 26 aðila sem munu styðja við stafvæðingu hins opinbera á nýju ári.

islandis_grafik_skrifstofa

Stafrænt Ísland starfar samkvæmt þverfaglegum rammasamningi hvað kaup á hugbúnaðarþróun varðar. Innra teymi Stafræns Íslands telur 12 manns sem leiða þau teymi sem falla undir rammasamniginn í þjónustu við opinbera aðila. Yfirbygging á verkefnum og fjárfestingu Stafræns Íslands er því lítil og til að geta áfram skalað hratt inní kerfi hins opinbera var farin sú leið að kalla eftir sjálfstæðum og óháðum ráðgjöfum gegnum rammasamnings útboð. Með því að fá ráðgjafa til liðs við samfélag Stafræns Íslands tryggjum við áframhaldandi árangur og hagræðingu á sem hagkæmastan hátt.

Auglýst var eftir ráðgjöfum í vor en útboðið var opið frá júní fram í ágúst. Sérhæfingarkröfur til ráðgjafa voru annars vegar almenn ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar ásamt verkefnastýringu og hins vegar ráðgjöf á sviði tæknilegrar uppbyggingar, öryggismála, gagnauppbyggingar og tæknireksturs ásamt verkefnastýringu.

Gerður var samningur við 26 ráðgjafa, 16 í hluta 1 og 15 í hluta 2, þar af voru fimm sem falla undir báða flokka. Útboðið gildir til eins árs og virkjast með nákvæmri verklýsingu og samningi við hvern ráðgjafa þegar verkefni liggur fyrir.

Í byrjun nýs árs verður haldin kynningarfundur með ráðgjöfunum og í framhaldinu námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði verkefna Starfæns Íslands.