1. desember 2025
1. desember 2025
FSRE á Ísland.is
Nýr vefur Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna (FSRE) hefur verið opnaður á Ísland.is.

FSRE annast fasteignir og jarðir ríkisins, aflar húsnæðis og stýrir fjölbreyttum framkvæmdum ríkisins við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Þá heldur stofnunin utan um stærstan hluta fasteignasafns ríkisins og um 300 ríkisjarðir og ýmsar auðlindir.
Á nýja vefnum er meðal annars finna niðurstöður útboða FSRE, yfirlit yfir auglýstar fasteignir og jarðir og leigujarðir og -lóðir.
Nú hafa alls 64 vefir opinberra aðila verið opnaðir innan vébanda Ísland.is. Helstu kostir þess fyrir opinbera aðila er aðgangur að sameiginlegum verkfærum, rekstrarumhverfi og sérþekkingu. Efni vefjanna er aðgengilegt öllum notendum Ísland.is í gegnum leit og leiðakerfi og sett upp með hliðsjón af hönnunar- og efnisstefnum sem tryggja góða og samræmda upplifun notenda.