2. janúar 2026
2. janúar 2026
60 þúsund skráningar kílómetrastöðu
Skráning kílómetrastöðu bensín- og díselbíla hefur farið mjög vel af stað. Þegar hafa borist um 60 þúsund skráningar frá því að ný lög voru samþykkt 19. desember.

Þar af bárust 228 skráningar á gamlárskvöld, á meðan á Áramótaskaupinu stóð!
Innan við mínútu tekur að skrá stöðuna á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu.
Kílómetragjald verður greitt mánaðarlega, með svipuðum hætti og rafmagnsreikningurinn, og verður fyrsti gjalddagi 1. febrúar 2026.
Kílómetragjald miðast við meðalakstur á mánuði sem áætlaður er út frá síðustu tveimur skráningum á kílómetrastöðu.
Flestir bílar eru nú þegar komnir með að minnsta kosti tvær skráningar þar sem kílómetrastaða hefur verið skráð við bifreiðaskoðun og við eigendaskipti.
Umráðamenn bíla eru hvattir til að kynna sér kílómetraskráningu síns ökutækis á Ísland.is fyrir 20. janúar og bæta við skráningu ef aðeins ein er til staðar á síðustu 12 mánuðum. Þannig er tryggt að kílómetragjald endurspegli raunverulegan akstur.