Fara beint í efnið

27. júní 2019

Samtök heilsueflandi skóla í Evrópu héldu fund á Íslandi 19. - 21. júní 2019

Árlegur fundur Schools for Health in Europe Network Foundation (SHE) var haldinn á Íslandi 19. – 21. júní

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Árlegur fundur Schools for Health in Europe Network Foundation (SHE) var haldinn á Íslandi 19. – 21. júní, í tengslum við ráðstefnu Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) á Íslandi.

Starfsemi SHE er tvíþætt en innan þeirra raða starfar rannsóknarhópur og hópur fulltrúa sem tilnefndur er frá hverju þátttökulandi. Tæplega 40 lönd eiga fulltrúa í netverki SHE en Ísland hefur átt fulltrúa þar um árabil sem Embætti landlæknis hefur tilnefnt.

Fundurinn á Íslandi var tvískiptur, annars vegar hittist rannsóknarhópur SHE með tæplega 30 rannsakendum frá 13 löndum auk aðilum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þau ræddu m.a. um væntanlega ráðstefnu um heilsueflandi skóla sem haldin verður í Moskvu 20. -22. nóvember 2019.

Hins vegar var haldinn árlegur fundur SHE fulltrúa þar sem saman komu aðilar frá 19 löndum auk aðila frá WHO. Til umræðu var staða heilsueflandi skóla í hverju landi en áætlað er að gerð verði úttekt á því á næstu misserum. Auk þess var rætt um mikilvægi þess að nýta niðurstöður rannsókna (HBSC) í tengslum við heilsueflingarstarf í skólum og er áætlað að vinna enn frekar að því.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Heilsueflandi grunnskóla og SHE fulltrúi Íslands

Ítarefni:

Vakin er athygli á að starf um heilsueflingu í skólum á vegum Embættis landlæknis er byggt upp á hugmyndafræði SHE, sjá nánari upplýsingar og nálganir Heilsueflandi skóla:

Nánari upplýsingar um SHE eru á vefsíðunni þeirra og Facebook síðu

SHE gefur reglulega út fréttabréf sem sent er í tölvupósti. Skráning í áskrift fréttabréfs

Eitt af markmiðum SHE er að fjölga þeim skólum sem hafa áhuga „Twinning“. Þeir skólar á Íslandi sem hafa áhuga á slíku geta haft samband við Ingibjörgu Guðmundsdóttur ingibjorg@landlaeknir.is

Nánari upplýsingar um HBSC (Health Behaviour in School-aged Children)

Nýjasta skýrslan sem unnin hefur verið fyrir Ísland er Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi