Sjúkratryggingar við flutning frá Íslandi
Elli- og örorkulífeyrisþegar
Elli- og örorkulífeyrisþegar sem eru í langvarandi dvöl í öðru landi ber skylda til að upplýsa Tryggingadeild - Alþjóðamál Sjúkratrygginga um það.
Ef dvöl er innan annars EES lands ber viðkomandi að sækja um S1 vottorð til stofnunarinnar.
Ekki er heimild til greiðsluþátttöku vegna sjúkrakostnaðar heilbrigðisþjónustu í því dvalarlandi þar sem S1 hefur verið gefið út til.
S1 vottorð fyrir lífeyrisþega frá Íslandi
Elli- og örorkulífeyrisþegar sem taka upp búsetu í öðru EES landi ber skylda til að skrá sig í viðkomandi búsetuland ef búseta varir 6 mánuði eða lengur.
Í búsetulöndum innan EES skal framvísa S1 vottorði frá Sjúkratryggingum við skráningu hjá sjúkratryggingastofnun í nýja búsetulandinu. Með því verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær alla þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingurinn heldur þó einnig áfram að vera sjúkratryggður á Íslandi.
S1 vottorð fyrir lífeyrisþega frá Íslandi
Elli- og örorkulífeyrisþegar sem taka upp búsetu í öðru EES landi ber skylda til að skrá sig í viðkomandi búsetuland og sækja um S1 sjúkratryggingavottorðið hjá Sjúkratryggingum til þess að framvísa við skráningu hjá sjúkratryggingastofnun í nýja búsetulandinu, ef búsetuland er innan EES.
Lífeyrisþegi sem fær útgefið S1 vottorð getur sótt um slíkt vottorð fyrir maka og börn 17 ára og yngri.
Ekki er almennt gefið út S1 vottorð milli Norðurlanda.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar