Fara beint í efnið

Sjúkratryggingar við flutning frá Íslandi

Þegar lögheimili er flutt frá Íslandi falla sjúkratryggingar á Íslandi sjálfkrafa strax niður, nema um námsmenn sé að ræða.

Sjúkratryggingar fylgja búsetu í landinu, ekki kennitölu eða ríkisborgararétti.

Ef dvöl erlendis er í 6 mánuði eða lengur ber að tilkynna lögheimilisflutning til Þjóðskrár. Sé það ekki gert skal hafa samband við Tryggingadeild - Alþjóðamál Sjúkratrygginga (international@sjukra.is) til að kanna réttindi og til að tryggja að sjúkratryggingaréttindi séu áfram til staðar.

Flutningur til Norðurlandanna

  • Einstaklingum er skylt að skrá sig inn hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búsetulandinu. Tryggingastofnunin kallar eftir þeim gögnum sem hún þarfnast beint frá Sjúkratryggingum.

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi. Hafa skal samband við Tryggingastofnun. Nánar um réttindi útsendra starfsmanna.

Flutningur til EES landa, Bretlands og Sviss

  • Einstaklingar skulu kynna sér reglur viðkomandi lands um aðgang að almannatryggingakerfinu.

  • Einstaklingar þurfa að afskrá lögheimili sittá Íslandi hjá Þjóðskrá.

  • Einstaklingum ber að skrá sig hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búsetulandinu sem kallar þá eftir þeim gögnum sem hún þarfnast beint frá Sjúkratryggingum.

  • Elli- og örorkulífeyrisþegum ber skylda til að skrá sig í viðkomandi búsetulandi. Ekki eru gefin út S1 vottorð á milli Norðurlanda. Í öðrum búsetulöndum innan EES, Bretlandi og Sviss skal framvísa S1 sjúkratryggingavottorði frá Sjúkratryggingum við skráningu hjá sjúkratryggingarstofnun.

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi. Hafa skal samband við Tryggingastofnun. Nánar um réttindi útsendra starfsmanna.

Flutningur til lands utan EES

  • Einstaklingum er skylt að skrá lögheimili sitt í viðkomandi landi þegar búseta er flutt frá Íslandi.

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundna dvöl eða vinnu er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi, að hámarki í 1 ár frá flutningi en þörf er á fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar