Sjúkratryggingar við flutning frá Íslandi
Þegar lögheimili er flutt frá Íslandi falla sjúkratryggingar á Íslandi sjálfkrafa strax niður, nema um námsmenn sé að ræða.
Sjúkratryggingar fylgja búsetu í landinu, ekki kennitölu eða ríkisborgararétti.
Ef dvöl erlendis er í 6 mánuði eða lengur ber að tilkynna lögheimilisflutning til Þjóðskrár. Sé það ekki gert skal hafa samband við Alþjóðamál Sjúkratrygginga (international@sjukra.is) til að kanna réttindi og til að tryggja að sjúkratryggingaréttindi séu áfram til staðar.
Flutningur til Norðurlandanna
Einstaklingum er skylt að skrá sig inn hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búsetulandinu. Tryggingastofnunin kallar eftir þeim gögnum sem hún þarfnast beint frá Sjúkratryggingum.
Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi. Hafa skal samband við Tryggingastofnun. Nánar um réttindi útsendra starfsmanna.
Flutningur til EES landa, Bretlands og Sviss
Einstaklingar skulu kynna sér reglur viðkomandi lands um aðgang að almannatryggingakerfinu.
Einstaklingar þurfa að afskrá lögheimili sitt á Íslandi hjá Þjóðskrá.
Einstaklingum ber að skrá sig hjá sjúkratryggingarstofnun í nýja búsetulandinu sem kallar þá eftir þeim gögnum sem hún þarfnast beint frá Sjúkratryggingum.
Elli- og örorkulífeyrisþegum ber skylda til að skrá sig í viðkomandi búsetulandi. Ekki eru gefin út S1 vottorð á milli Norðurlanda. Í öðrum búsetulöndum innan EES, Bretlandi og Sviss skal framvísa S1 sjúkratryggingavottorði frá Sjúkratryggingum við skráningu hjá sjúkratryggingarstofnun.
Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi. Hafa skal samband við Tryggingastofnun. Nánar um réttindi útsendra starfsmanna.
Flutningur til lands utan EES
Einstaklingum er skylt að skrá lögheimili sitt í viðkomandi landi þegar búseta er flutt frá Íslandi.
Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundna dvöl eða vinnu er að ræða á vegum vinnuveitanda hér á landi, að hámarki í 1 ár frá flutningi en þörf er á fyrirfram samþykki Sjúkratrygginga.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar