Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar
Ef þér er veitt alþjóðleg vernd á Íslandi færðu dvalarleyfi sem gildir í þrjú ár.
Alþjóðleg vernd er veitt þeim sem hafa ástæðu til að óttast ofsóknir í heimalandi vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi.
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar fylgja eftirtalin réttindi.
Réttur til að vinna
Þú mátt vinna á Íslandi án atvinnuleyfis.
Réttur til ferðaskírteinis fyrir flóttafólk
Þú átt rétt á því að sækja um ferðaskírteini fyrir flóttafólk til að ferðast til útlanda.
Réttur til endurnýjunar leyfis
Þú þarft að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins áður en leyfið þitt rennur út. Ef þú þarft enn á vernd að halda, er heimilt að endurnýja leyfið þitt.
Réttur til fjölskyldusameiningar
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar veitir rétt til fjölskyldusameiningar.
Ólíkar reglur gilda um fjölskyldusameiningar við aðstandendur eftir því hvort fjölskyldutengsl voru til staðar áður en þú fékkst veitta alþjóðlega vernd á Íslandi eða urðu til eftir að þú fékkst veitta vernd.
Fjölskyldutengsl fyrir veitingu
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar veitir rétt til fjölskyldusameiningar við:
Maka, sem þú giftist eða hófst sambúð með áður en þér var veitt vernd á Íslandi.
Börn þín yngri en 18 ára, sem fæddust áður en þér var veitt vernd á Íslandi.
Fjölskyldutengsl eftir veitingu
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar veitir rétt til fjölskyldusameiningar við:
Maka, sem þú giftist eða hófst sambúð með eftir að þér var veitt vernd á Íslandi.
Almennt skilyrði fyrir slíku leyfi er að þú hafir starfað eða stundað nám í löglegri dvöl á Íslandi í fjögur ár.
Börn þín yngri en 18 ára, sem fæddust eftir að þér var veitt vernd á Íslandi.
Réttur til ótímabundins dvalarleyfis
Þú getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi þegar þú hefur verið með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar í fjögur ár.
Þú þarft að uppfylla margvísleg skilyrði til að fá ótímabundið leyfi, meðal annars varðandi íslenskukunnáttu.
Annað skilyrði er að þú hafir ekki hafa dvalist lengur en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.
Lög
Alþjóðleg vernd er veitt á grundvelli 1. málsgreinar 37. greinar og 1. málsgreinar 40. greinar laga um útlendinga.
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar er veitt á grundvelli 73. greinar laga um útlendinga.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun