Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Beiðni um aukið meðlag

Beiðni um aukið meðlag

Ef meðlagsgreiðandi hefur fjárhagslegt bolmagn til að greiða hærra meðlag en sem nemur fjárhæð einfalds meðlags getur sýslumaður eða dómari úrskurðað viðkomandi til greiðslu aukins meðlags. 

Séu foreldrar sammála um hækkun meðlags þarf ekki úrskurð sýslumanns. Foreldrar útbúa þá nýjan meðlagssamning (pdf) sín á milli og fá staðfestingu sýslumanns.

Skilyrði fyrir breytingu meðlagssamnings

Sýslumaður má breyta samningi foreldra ef;

  • aðstæður hafa breyst verulega

  • samningurinn gengur í berhögg við þarfir barns

  • samningurinn er ekki í samræmi við fjárhagsstöðu foreldra

Almennt verður samningi, úrskurði eða dómi ekki breytt aftur í tímann heldur miðast breytingin við þann dag er krafan er sett fram eða síðara tímamark.

Ferlið

Þegar sýslumaður hefur móttekið beiðni um aukið meðlag er hún kynnt hinu foreldrinu. Ef enginn ágreiningur er um beiðnina er gerður nýr meðlagssamningur sem sýslumaður staðfestir. 

Í ágreiningsmálum getur meðlagsgreiðandi skilað inn greinargerð um fjárhag og félagslega stöðu (pdf). Hægt er að óska eftir fundi hjá sýslumanni til að gera grein fyrir aðstæðum sínum. Sýslumaður úrskurðar í málinu og er úrskurður sendur með rekjanlegu bréfi til beggja foreldra.

Kæruheimild er 2 mánuðir. 

Ákvörðun fjárhæðar

Fjárhæð aukins meðlags er ákveðin með hliðsjón af þörfum barnsins og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra.

Það sem hefur áhrif

  • möguleikar foreldra til að afla tekna, til dæmis skert aflahæfi foreldris vegna umönnunar barns

  • aukin útgjöld vegna sérþarfa eða veikinda barns

  • aðstæður barnsins sjálfs og þess foreldris sem það býr hjá

  • ef meðlagsgreiðandi hefur fyrir öðrum börnum að sjá

Það sem hefur almennt ekki áhrif 

  • ef meðlagsgreiðandi hefur á heimili sínu stjúpbörn 

  • eignir og skuldir meðlagsgreiðanda hafa venjulega lítil áhrif við ákvörðun meðlagsfjárhæðar, en slíkt kemur helst til álita ef eignir eða skuldir eru verulega umfram það sem venjulegt getur talist, eða ef til óhjákvæmilegra skulda hefur verið stofnað 

Skoða viðmiðunarfjárhæðir árið 2021

Beiðni um aukið meðlag

Sýslumenn

Sýslu­menn

Tengt efni