Sýslumenn: Vottorð
Hvað kostar veðbókarvottorð?
Gjald fyrir veðbókarvottorð er 2.200 krónur.
Einstaklingar og prókúruhafar lögaðila geta sótt veðbókarvottorð fyrir fasteignir stafrænt. Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis.
Veðbókarvottorðið er strax aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis. Einnig er vottorðið sent í pósthólf umsækjanda.
Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.200 kr. Þegar umsókn hefur verið kláruð eru reikningar og greiðslukvittanir aðgengileg undir Fjármál á Mínum síðum.
Ef umsækjandi er ekki með rafræn skilríki þarf að nálgast vottorðið hjá sýslumanni og greiðist til þess sýslumannsembættis sem afhendir vottorðið.
Hér má finna nánari upplýsingar um veðbókarvottorð.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?