Fara beint í efnið

Get ég sótt um sakavottorð stafrænt?

Einstaklingar geta sótt um sakavottorð á íslensku stafrænt:  https://island.is/sakavottord

Sakavottorðið er strax aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis. Einnig er vottorðið sent í pósthólf umsækjanda.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.500 kr. Þegar umsókn hefur verið kláruð eru reikningar og greiðslukvittanir aðgengileg undir Fjármál á Mínum síðum.

Sakavottorðið er gefið út á íslensku með enskri þýðingu í samræmdu skjali.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?