Fara beint í efnið

Hvað kemur fram á sakavottorði?

Hvað kemur fram á sakavottorði?

  • Brot á almennum hegningarlögum.

  • Brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

Hvað kemur ekki fram á sakavottorði?

  • Fangelsisdómar eldri en 5 ára frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus hafi hann afplánað refsingu.

  • Aðrir dómar eldri en 3 ára.

  • Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því að ráðstöfun var felld niður.

Til þess að sækja stafrænt sakavottorð þarf umsækjandi að vera með rafræn skilríki á Íslandi og vera eldri en 15 ára. Hægt er að sækja um rafræn skilríki á þjónustustöðum Auðkennis.

Sakavottorðið er gefið út á íslensku með enskri þýðingu í samræmdu skjali.

Sakavottorðið er strax aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis. Einnig er vottorðið sent í pósthólf umsækjanda.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.700 kr. Þegar umsókn hefur verið kláruð eru reikningar og greiðslukvittanir aðgengileg undir Fjármál á Mínum síðum.





Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?