Stafrænt Ísland: Kílómetragjald
Hvenær er kílómeteragjaldið gert upp ef ég greiddi of mikið?
Þegar þú skráir stöðu á kílómetragjaldi er reiknaður meðalakstur á keyrslu á milli seinustu tveggja skráninga. Við hverja skráningu er gert uppgjör fyrir tímabilið frá seinustu skráningu. Þá er gerður upp mismunur á því sem þú hefur greitt í fyrirframgreiðslu og hvað þú ættir að greiða miða við raunakstur.
Ef þú hefur:
greitt of mikið færðu endurgreitt og á upphæðina reiknast inneignarvextir. Ef þú skuldar ríkissjóði gengur endurgreiðslan upp í skuldina hvort sem skuldin er vegna kílómetragjalds eða annarra gjalda.
greitt of lítið færðu reikning fyrir mismuninum að viðbættu 2,5% álagi á ársgrundvelli.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?

Stafrænt Ísland