Fara beint í efnið

Hvað gerist ef ég skrái ekki kílómetrafjölda að minnsta kosti einu sinni á ári?

Ef staða á akstursmæli er ekki skráð einu sinni á almanaksári, frá 1. janúar til 31. desember er innheimt vanrækslugjald upp á 50.000 kr.

Eigandi er boðaður í álestur hjá skoðunarstöð. Ef skráning hefur ekki verið gerð þremur mánuðum eftir álagningu vanskráningargjalds má lögreglan fjarlægja skráningarmerki. Merkin eru afhent aftur eftir að skráning hjá faggiltri skoðunarstofu hefur farið fram.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Staf­rænt Ísland

Ertu með ábendingu eða spurningu?

Netspjall

Sími: