Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun
Um fræðslu-, starfsþróunar-, sí- og endurmenntunarsjóði
Sjóðirnir eru ólíkir hvað varðar starfsemi þeirra, umsóknarferli og styrktarfjárhæð og því er mikilvægt að skoða hvaða sjóður það er sem hægt er að sækja um í út frá stéttarfélagsaðild. Markmið sjóðanna er meðal annars að
efla starfs- og símenntun starfsfólks svo að það verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni og að
auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.
Heiti sjóðanna geta verið mismunandi eftir stéttarfélögum. Þeir kallast t.d. fræðslusjóðir, starfsþróunarsjóðir, símenntunarsjóðir, endurmenntunarsjóðir, starfsmenntasjóðir, starfsmenntunarsjóðir, þróunarsjóður, vísindasjóðir, rannsóknasjóðir, fagsjóðir, félagsmannasjóðir, menntasjóðir, menntunarsjóðir, mannauðssjóðir, starfsþróunarsetur, fræðslusetur, menntasetur o.s.frv. Einnig er þetta kallað starfsmenntunarstyrkir, námsstyrkir eða starfsþróunarstyrkir.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.