Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun

Starfsþróunaráætlun stofnunar

Starfsþróunaráætlun stofnunar er ætlað að skapa umgjörð fyrir markvissa og stefnumiðaða starfsþróun. Þannig mótar hún ramma um fræðslumál og tryggir að stofnunin hafi á að skipa starfsfólki sem hefur nauðsynlega hæfni og þekkingu svo hún geti sinnt hlutverki sínu og náð settum markmiðum í starfseminni.

Vel unnin starfsþróunaráætlun stofnunar stuðlar að því að síður sé fjárfest í fræðslu og þjálfun sem ekki samrýmist heildarstefnu og markmiðum í rekstri. Þannig fæst betri yfirsýn yfir þörf á starfsþróun, skilvirkni eykst og kostnaðarstjórnun styrkist.

Innihald starfsþróunaráætlunar stofnunar.

  • Greining á hlutverki, markmiðum og verkefnum

  • Mat á þekkingu og færni sem stofnunin þarf að búa yfir á hverjum tíma

  • Aðgerðaráætlun

  • Ábyrgðaraðilar

  • Leiðir við að kynna starfsþróunaráætlun á stofnun

  • Aðferðir við greiningu fræðsluþarfa (s.s. starfsmannasamtal eða hæfnigreining)

  • Viðmið um kostnaðarskiptingu og styrkhæfi verkefna

  • Mat á árangri

  • Endurskoðun

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.