Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun

Um starfsþróunaráætlanir

Starfsþróunaráætlanir taka mið af starfsemi, markmiðum og framtíðarsýn stofnunar hverju sinni. Við mótun þeirra er stuðst við áherslur í starfi stofnunar, niðurstöður mannaflagreiningar og umræðu í starfsmannasamtali.

Ábyrgðin hvílir bæði á stofnuninni og starfsfólki að því leyti að stofnunin ber að skapa umgjörð og tækifæri til starfsþróunar en ábyrgð starfsfólks felst meðal annars í því að skilja og meta umhverfi sitt, vera meðvituð um eigin áhugasvið, styrkleika og takmarkanir og setja sér raunhæf markmið til framtíðar.

Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfsánægju, hefur áhrif á árangur í starfi og minnkar líkur á brotthvarfi starfsfólks úr starfi.

Ávinningur markvissrar starfsþróunar fyrir stofnanir.

  • Eftirsóknarverðari vinnustaður

  • Aukin starfsánægja

  • Hæfara starfsfólk

  • Aukin tryggð

  • Minni starfsmannavelta

  • Aukin framleiðni

  • Hagkvæmari rekstur

  • Aukin skilvirkni

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.