Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun
Um starfsþróunaráætlanir
Starfsþróunaráætlanir taka mið af starfsemi, markmiðum og framtíðarsýn stofnunar hverju sinni. Við mótun þeirra er stuðst við áherslur í starfi stofnunar, niðurstöður mannaflagreiningar og umræðu í starfsmannasamtali.
Ábyrgðin hvílir bæði á stofnuninni og starfsfólki að því leyti að stofnunin ber að skapa umgjörð og tækifæri til starfsþróunar en ábyrgð starfsfólks felst meðal annars í því að skilja og meta umhverfi sitt, vera meðvituð um eigin áhugasvið, styrkleika og takmarkanir og setja sér raunhæf markmið til framtíðar.
Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfsánægju, hefur áhrif á árangur í starfi og minnkar líkur á brotthvarfi starfsfólks úr starfi.
Ávinningur markvissrar starfsþróunar fyrir stofnanir.
Eftirsóknarverðari vinnustaður
Aukin starfsánægja
Hæfara starfsfólk
Aukin tryggð
Minni starfsmannavelta
Aukin framleiðni
Hagkvæmari rekstur
Aukin skilvirkni
Sniðmát að starfsþróunaráætlun
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.