Fara beint í efnið

Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun

Styrkur fyrir norræn starfsmannaskipti

Á vegum ráðherranefndarinnar er greiddur styrkur og er upphæð hans tiltekin á upplýsingasíðu um norrænt samstarf.

Ráðherranefndin greiðir enn fremur ferðakostnað til og frá dvalarstað. Lögð er áhersla á að leitað sé ódýrasta fargjalds sem völ er á. Ekki er greiddur styrkur vegna launakostnaðar.

Á dvalartímanum nýtur starfsmaður venjulegra mánaðarlauna frá stofnun í heimalandinu og annarra starfstengdra réttinda eins og um órofinn starfstíma væri að ræða og er það ein af forsendum þess að starfsmaðurinn hljóti styrk.

Gert er ráð fyrir að hlutaðeigandi stofnun greiði til bráðabirgða öll útgjöld vegna styrkveitingarinnar þar með talið dvalarstyrk og ferðakostnað. Gögn vegna endurgreiðslna skal senda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um leið og dvöl er lokið.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

merki

Mannauð­s­torg ríkisins

Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðs- og launasvið Fjársýslu ríkisins.